Bumbuloni styrkurinn var afhentur til þriggja fjölskyldna langveikra barna í húsnæði Leiðarljóss seinni partinn í dag. Þetta er í annað sinn sem styrkurinn er veittur fjölskyldum sem eiga börn sem eru með sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma.
Markmið Bumbuloni verkefnisins að halda minningu Björgvins Arnars sonar míns, er lést 2013 þá 6 ára gamall, á lofti og í leiðinni að styðja þær fjölskyldur sem standa nú í þeim sporum sem ég eitt sinn var.
Kærar þakkir öll sem keyptu kortin og lögðu ykkar að mörkum.
Það er orð að sönnu að það er sælla að gefa en þiggja og í leiðinni vekja athygli á málefnum langveikra barna.
Gleðileg jól!