Bumbuloní er góðgerðafélag sem selur vörur með teikningum til styrktar fjölskyldum langveikra barna.
Teikningarnar eru eftir Björgvin Arnar sem lést langt fyrir aldur fram úr sjaldgæfum sjúkdómi árið 2013 þá sex ára gamall.
Björgvin Arnar var einstakur drengur og hver sem hitti hann varð einhvern veginn betri á eftir. Hann var kærleiksríkur klár íþróttaálfur sem hafði listina með sér, bæði teiknaði hann og söng eins og engill.
Minningu hans er haldið á lofti með því að styrkja fjölskyldur sem standa í ströngu með von um að létta undir fyrir jólahátíðina.
Styrkir Bumbuloní eru veittir til fjölskyldna langveikra barna í desember ár hvert.
Stjórn Bumbuloní:
Formaður: Ásdís Arna Gottskálksdóttir
Meðstjórnendur: Árnína Steinunn Kristjánsdóttir og Ægir Finnbogason.
Styrkveitingar:
Desember 2015 – 3 fjölskyldur langveikra barna
Desember 2016 – 3 fjölskyldur langveikra barna
Desember 2017 - 8 fjölskyldur langveikra barna
Desember 2018 - 12 fjölskyldur langveikra barna
Desember 2019 - 12 fjölskyldur langveikra barna
Maí 2020 - 6 fjölskyldur langveikra barna (9 styrkir)
Desember 2020 - 14 fjölskyldur langveikra barna (15 styrkir)
Árið 2021 - 12 fjölskyldur langveikra barna (17 styrkir)
Árið 2022 - 11 fjölskyldur langveikra barna (12 styrkir)
Árið 2023 - 11 fjölskyldur langveikra barna (14 styrkir)
Samtals frá 2015: 92 fjölskyldur hafa fengið styrk frá 2015, samtals 105 styrkir upp á kr. 24.465.000.
(oft eiga fjölskyldur fleiri en eitt barn sem er veikt)
Tækifæriskort og fjölnota pokar Bumbuloní fást í eftirtöldum verslunum:
Líf og list Smáralind.
Kúnígúnd Kringlunni.